Stofnendur fyrirtækisins eru mekatrónískir tæknifræðingar og rafvirkjar að mennt sem búa yfir áratuga reynslu á ýmsum sviðum iðnaðar. Áður skipuðu þeir tæknihluta TG raf ehf. sem einnig er hluthafi Mekatronik.
Ari er menntaður mekatrónískur hátæknifræðingur auk þess að hafa langa og víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hann hefur m.a. unnið við hönnun, teikningu og uppsetningu í stálsmíði fyrir fiskvinnslulínur um borð í skipum sem og á landi, uppsetningu frystikerfa, hönnun og forritun á sjálfvirknikerfum og skjáviðmótum fyrir iðnað.
Eiki er menntaður rafvirki og mekatrónískur hátæknifræðingur. Starfsferill hans hefur verið fjölbreyttur og hefur megin áherslan í seinni tíð verið þjónusta, ráðgjöf, hönnun og forritun fyrir iðnað og sjávarútveg, greining á virkni kerfa og iðnstýringar í stórum og litlum kerfum.
Gummi er menntaður rafvirki og mekatrónískur hátæknifræðingur auk þess að hafa sótt framhaldsnám í forritun ígreyptra kerfa erlendis. Á yngri árum og í gegnum sinn menntaferil hefur hann unnið á fiskiskipum og hefur því góða innsýn inní vinnuferla á sjó sem nýtist vel við hönnun, forritun og uppsetningu á stýrikerfum og búnaði tengdum sjávarútvegi.
Fjölmörg verkefni hafa verið unnin fyrir sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hf í Grindavík. Meðal verkefna eru hússtjórnarkerfi fyrir frystirhús ásamt stjórn tækja fyrir vinnslu og frystikerfið, stýringar á einstökum tækjum í öðrum vinnslum fyrirtækisins auk uppsetningar á tilbúnum kerfum í samstarfi við aðra framleiðendur og þjónustu aðila.
Verkefni fyrir sjávarútvegsfyrirtækið Þorbjörn hf í Grindavík m.a. hafa falist í hönnun og uppsetningu heildar- stýri og viðvörunarkefa í flest skip útgerðarinnar auk þess að sjá um hönnun og uppsetningu stýrikerfa í vinnslum fyrirtækisins á landi.
Stórt verkefni var unnið fyrir eina stærstu rækjuverksmiðju Royal Greenland í Grænlandi í samstarfi við fjöldamörg erlend fyrirtæki á sviði sjálfvirkni í matvælavinnslu. Verkefnið fólst m.a. í hönnun og forritun á stýrikerfi fyrir innmötun og suðu vinnslunar auk þess sem að samræmd var stjórnun á milli ólíkra kerfa vinnslunnar á miðlægan hátt í einu hússtjórnarkefi.