Miðlægar lausnir sem lesa úr flestum kerfum

Notum eingöngu hágæða vörur sem hafa sannað sig í rekstri

Vísir hf.

Fjölmörg verkefni hafa verið unnin fyrir sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hf í Grindavík. Meðal verkefna eru hússtjórnarkerfi fyrir frystirhús ásamt stjórn tækja fyrir vinnslu og frystikerfið, stýringar á einstökum tækjum í öðrum vinnslum fyrirtækisins auk uppsetningar á tilbúnum kerfum í samstarfi við aðra framleiðendur og þjónustu aðila.

Þorbjörn hf.

Verkefni fyrir sjávarútvegsfyrirtækið Þorbjörn hf í Grindavík m.a. hafa falist í hönnun og uppsetningu heildar- stýri og viðvörunarkefa í flest skip útgerðarinnar auk þess að sjá um hönnun og uppsetningu stýrikerfa í vinnslum fyrirtækisins á landi.

Royal Greenland

Stórt verkefni var unnið fyrir eina stærstu rækjuverksmiðju Royal Greenland í Grænlandi í samstarfi við fjöldamörg erlend fyrirtæki á sviði sjálfvirkni í matvælavinnslu. Verkefnið fólst m.a. í hönnun og forritun á stýrikerfi fyrir innmötun og suðu vinnslunar auk þess sem að samræmd var stjórnun á milli ólíkra kerfa vinnslunnar á miðlægan hátt í einu hússtjórnarkefi.